Sjaldan hefur þörfin jafn mikil og nú fyrir öflugar netlagnir, þráðlaus net og netaðgengi. Þetta kemur til vegna þess að þekking liggur oftar á internetinu, meiri notkun skýjalausna, starfsmenn vilja og þurfa aðgang að gögnum hvar sem er og einnig þarf að veita utanaðkomandi tækjum netaðgang. Þetta þarf ekki að vera ógnandi verkefni ef rétt er af því staðið og hönnun í samræmi við það. Val á búnaði, þarfagreining, hönnun og forritun netbúnaðar ræður hér lykilhlutverki. Þegar horft er til baka og svo aftur fram í tímann sést vel hve mikið er og verður að gerast á þessu sviði. En stundum vill mikilvægi netkerfisins gleymast í daglegu amstri okkar. Þetta er búnaður sem keyrir árum saman án þess að kvarta og það er svo ekki fyrr en einn daginn að við verðum þessa vör í rekstrartruflunum eða öryggisbresti. Netteikningar ættu að vera til á öllum vinnustöðum þar sem allur netbúnaður er færður inn svo bilanagreining verði auðveld og fljótleg. Tindar-Tæknilausnir eru með góða reynslu og frábært aðgengi að bestu netmönnum landsins.
www.tindar.is      tindar@tindar.is       S: 650-5400