www.tindar.is      tindar@tindar.is       S: 650-5400
Ógnir beinast stöðugt að nútíma tölvuumhverfi óháð stærð fyrirtækja. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hverjar ógnirnar eru og hvernig þær eiga við um hvert fyrirtæki. Tindar-Tæknilausnir búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hefur samstarfsaðila sem geta tryggt þinn rekstur í samræmi við þarfir. Fáðu tæknimann í heimsókn og förum yfir málin. Það er ódýr forvörn. Hafðu samband í 650-5400 eða á netfangið tindar@tindar.is. Tindar-Tæknilausnir bjóða uppá rafræna vöktun búnaðar sem við getum farið betur yfir með þér. Flestir sem hugsa um varnir líta til: Vírusvarna. Eldveggja. Eitthvað sem menn hugsa minna um er: Vefgáttir án skilríkja. Þráðlaus net og skipulag neta. Jaðartæki eins og prentarar. Aðgengi starfsmanna að gögnum, hug- og vélbúnaði. Siðferðilegar ógnir gagnvart fyrirtækinu eða með búnaði fyrirtækisins. Það sem aðeins vænisjúkir nordar hugsa um: Sólarstormar. Orkuskortur. Ljósleiðarar við útlönd. Styrjaldir og hryðjuverk. Forvarnir eru best vörnin: Fræðsla og aftur færðsla. Starfsfólk er allra veikasti hlekkurinn í öllum vörnum. Uppfærslur stýrikerfis. Aðgangstakmarkanir. Ef allt fer á versta veg er gott að geta gripið í góða skjölun og endurheimtartól Skjölun á helstu kennileitum tölvukerfisins og uppsetningum kerfa. Neyðarnúmeralista. Eiga afrit. Vert er að taka fram að afrit og afrit er ekki það sama. Því miður er þetta víða verra en stjórnendur halda. Gallinn við ógnir að þær eru oft ekki vandamál fyrr en slys hefur orðið og varnirnar eru oft leiðinlega heftandi á dagleg störf. Kúnstin er að finna rétt jafnvægi á milli varna og frelsis. Mikilvægast að öllu er að stinga ekki hausnum í sandinn og láta sem þetta vandmál sé ekki til eða snerti okkur ekki.