top of page

Afritunarlausnir

Það þarf ekki að tíunda mikilvægi afritunar fyrir nokkrum manni. Vandinn liggur í því hvernig og hvað skuli afrita annars vegar og hvar og hve lengi skuli geyma hinsvegar.

Afritnarlausn Tinda-Tæknilausna ræður við allt frá reglulegri skráarafritun yfir í flóknar gagnagrunns og sýndarvélaafritanir ... og þú ræður hvort gögnin geymast í gagnaveri Tinda-Tæknilausna eða hjá þér.

Ef þú ert með allt í skýinu þá þarf samt sem áður að afrita gögn, póst, sýndarvélar og aðrar lausnir. Skiptir engu hvort það er hjá Amazon, Microsoft, Google eða öðrum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingi Tinda-Tæknilausna.

Viðskiptavinir okkar ráða alfarið hversu tíðar skýrslur koma frá okkar afritunarlausnum en mikilvægt er að ábyrgur aðili yfirfari þær og bregðist við frávikum.

Gagnaver Tinda-Tæknilausna er hluti af mun stærra gagnaveri, sem við teljum með þeim öruggari í heiminum í dag.

Gagnaver Tinda-Tæknilausna keyrir eingöngu á dulkóðuðum diskum og að auki fara öll afrit dulkóðuð á milli viðskiptavinar og gagnavers. Vistuð gögn eru einnig geymd dulkóðuð svo enginn kemst í þau nema eigandi gagnanna.

bottom of page