Afritun er ekki valkostur – hún er nauðsyn.
Það þarf ekki að tíunda mikilvægi afritunar – spurningin er hvernig og hvar. Tindar-Tæknilausnir bjóða lausnir sem ná yfir allt:
-
Reglulega skrár-afritun
-
Flóknar gagnagrunns- og sýndarvélalausnir
-
Sérsniðnar afritunarferlar fyrir skýjaumhverfi
Þú ræður – við tryggjum öryggið.
Hvort sem gögnin eru vistuð í gagnaveri Tinda eða hjá þér, tryggjum við dulkóðun frá upphafi til enda. Allar afritanir fara dulkóðaðar á milli viðskiptavinar og gagnavers, og vistuð gögn eru einnig dulkóðuð – enginn kemst í þau nema eigandi gagnanna.

Afritun fyrir skýið líka.
Þó gögnin séu hjá Amazon, Dropbox, Microsoft eða Google, þarftu samt að afrita póst, sýndarvélar og lausnir. Viðskiptavinir okkar ráða tíðni skýrslna, en ábyrgur aðili þarf að yfirfara og bregðast við frávikum.
Gagnaver sem stenst ströngustu kröfur.
Gagnaver Tinda-Tæknilausna er hýst hjá Akureyri og er hluti af einu öruggasta gagnaveri í heiminum í dag – keyrir eingöngu á dulkóðuðum diskum og fylgir ströngustu öryggisstöðlum. Fyrir flesta okkar viðskiptavini er Akureyri annað áhættusvæði án þess að vera erlendis.

