top of page

Atvinna hjá Tindum

Kerfisstjóri


Tindar-Tæknilausnir vilja bæta við kerfisstjóra til að sinna rekstri tölvu- og tæknimála hjá viðskiptavinum. Starfið felur í sér bæði vinnu á starfsstöð Tinda-Tæknilausna á Selfossi og á vettvangi hjá viðskiptavinum.

​

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Notendaþjónusta og almenn tölvuaðstoð.

  • Rekstur miðlara, útstöðva og jaðartækja hjá viðskiptavinum.

  • Rekstur og stjórnun skýjalausna viðskiptavina.

  • Ráðgjöf og sala eftir þörfum.

  • Önnur verkefni sem tengjast starfinu.

  • Samskipti við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila.

  • Rekstur, eftirlit, prófanir, sala og þjónusta við sértækar og almennar lausnir.

  • Á starfinu hvílir rík þagnar- og trúnaðarskylda.

​

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg.

  • Grunnþekking á netmálum og samskiptaháttum netbúnaðar.

  • Góð þekking á Windows-útstöðvum og skýjalausnum.

  • Þjónustulipurð, bílpróf og jákvætt viðhorf.

  • Góð ritfærni á íslensku og hæfni til að vinna sjálfstætt.

  • Hreint sakavottorð er skilyrði.


Hjá Tindar-Tæknilausnum leggjum við áherslu á gott samstarf og jákvætt vinnuumhverfi. Við viljum veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu á sama tíma og starfsfólki líður vel í starfi.

​

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir um starfið sem trúnaðarmál.
Árni Laugdal framkvæmdastjóri, veitir upplýsingar um starfið og tekur við umsóknum út október á netfanginu arni@tindar.is eða í síma
488-6600.

A team working on IT solution. One man, one woman and a robotic cat..jpg
Untitled_edited.jpg
bottom of page