Atvinna hjá Tindum

Microsoft skýjalausna-sérfæðingur.

Tindar-Tæknilausnir leita að starfsmanni með þekkingu á Microsoft skýjalausnum.

Starfið felst bæði í ráðgjöf til viðskiptavina Tinda-Tæknilausna sem og vinnu við innleiðingu, rekstur og aðlaganir hjá viðskiptavinum.

Umsækjandi verður að hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu og geta stutt það með reynslu úr fyrri störfum. Svo sem:

 • Office og Microsoft 365

 • Exchange Online

 • Teams og fjarskipti

 • Azure og AD

 • Sharepoint

 • Power lausnirnar

 • Microsoft Viva

 • Business Central

 • Samþætting skýjalausna og staðbundinna lausna

 • Og allar hinar skýjalausnirnar sem eru til

 • ... og svo þarf viðkomandi að vera tilbúinn að tileinka sér það sem kemur nýtt á morgun.

Ofan á góða þekkingu er gerð krafa um jákvætt viðhorf til tækninnar, ríka þjónustulund, samskiptahæfileika og þægilega framkomu.

Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og hreint sakarvottorð.

Starfsstöð er hjá Tindum-Tæknilausnum á Selfossi.

Umsóknarfrestur um starfið er ekki tímasettur, en hæft fólk er hvatt til að sækja um og tryggja sér flott starf hjá einstöku fyrirtæki.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir um starfið, sem trúnaðarmál.
Árni Laugdal framkvæmdastjóri veitir upplýsingar í síma 488-6600 eða á arni@tindar.is.

Es. Ef þú átt vin eða vinkonu sem passar í starfið skaltu láta viðkomandi vita :-)

Hugsaðu hátt og horfðu til Tinda.

 

Þó ekki sé verið að leita að starfsmönnum í önnur störf en tilgreint er hér að ofan þá erum við hjá Tindum-Tæknilausnum ávallt með augun opin fyrir áhugaverðu fólki sem telur að það hafi upp á eitthvað nýtt og ferskt að bjóða.

Endilega hafðu samband ef hæfileikar þínir fara með Tindum-Tæknilausnum.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf og tækifæri sem trúnaðarmál.
Árni Laugdal framkvæmdastjóri veitir upplýsingar í síma 488-6600 eða á arni@tindar.is.