top of page

Vélbúnaður og lausnir

Við lifum á spennandi tímum þar sem úrvalið af vélbúnaði til vinnu, sköpunar og afþreyingar hefur aldrei verið meira. Hjá Tindum-Tæknilausnum snýst vélbúnaðarþjónustan ekki bara um að selja tæki – heldur að finna réttu lausnina fyrir þínar þarfir.

​

Tindar-Tæknilausnir vinna náið með traustum innflytjendum og framleiðendum og tryggjum hagstæðar lausnir fyrir okkar viðskiptavini. Með reynslu og innsýn höfum við lært hvað virkar best – bæði tæknilega og mannlegra þátta eins umhverfisáhrifa og aðgengis fyrir ólíkar líkamlegar þarfir.​​​​

Það sem við þekkjum vel, eigum á lager eða útvegum með stuttum fyrirvara:

  • Tölvur, fartölvur og spjaldtölvur – fyrir vinnu, skóla og sköpun

  • Skjáir, skjávarpar og upplýsingaskjáir – fyrir skrifstofur, verslanir og fundarherbergi

  • Miðlarar og netbúnaður – örugg tenging og stöðugleiki

  • Smærri jaðartæki – mýs, lyklaborð, myndavélar og fleira

  • Stærri tæki – prentarar, fjölnotatæki og teiknivélar

  • Fundarherbergjalausnir – myndfundabúnaður og skjákerfi

  • Auglýsingaskjáir og öryggismyndavélar – fyrir sýnileika og öryggi

  • Fleira skemmtilegt – við finnum það sem þú þarft

Laptop, PC, Switch and other IT hardware.jpg

Tilboð og sérlausnir

Við bjóðum upp á sérsniðin tilboð í vélbúnað sem hentar þínum rekstri. Hvort sem þú ert að leita að einni tölvu eða heilli lausn fyrir skrifstofuna – þá færðu flott verð í enn flottari búnað.

bottom of page