top of page

Þjónusta

Tinda-Tæknilausnir er metnaðarfullt fyrirtæki í rekstri almennrar og sérhæfðrar tölvuþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Einnig er einstaklingum velkomið að leita til Tinda varðandi tölvumál.

Engin tvö fyrirtæki eru eru eins og því hafa Tindar-Tæknilausnir byggt upp innviði sína sem halda þétt um viðskiptavini sína, lausnir þeirra, innviði og framtíðarsýn. Þetta er algerlega einstök þjónusta sem tryggir jöfn gæði og lágmarkar kostnað.

Í dag er mikilvægt að tölvurekstur byggi á öruggum og þægilegum lausnum þar sem hver og einn viðskiptavinur notar búnað og lausnir sem honum líður vel með. Því leggja Tindar-Tæknilausnir mikla áherslu á ríkt og gott samstarf við samstarfsaðila sinna viðskiptavina.

 

Trúnaður og traust er hjartað og sálin í rekstri Tinda-Tæknilausna og væri fyrirtækið ekkert án þessara gilda. Tindar-Tæknilausnir velja sér því aðeins verkfæri, hugbúnað, hýsingu, samstarfsaðila og önnur aðföng sem eru í hæðsta gæðaflokki og hafa staðist ýtrustu öryggiskröfur.

Viðskiptavinir Tinda-Tæknilausna eru úr mörgum geirum atvinnulífsins. Allt frá einyrkjum í hlutastarfi upp í mjög sérhæfð fyrirtæki, sem eru algerlega leiðandi á sínu sviði á landsvísu. Fyrirtæki, sem ekki kæmust af án tölvukerfis sem keyrir áfallalaust alla daga og nætur ársins. Það er gríðarlega ánægjulegt að vera hlekkur í rekstri þessara metnaðarfullu fyrirtækja, sem hafa leitað til Tinda-Tæknilausna. Er komið að þér að vera með? Heyrðu í Tindum í síma 650-5400.

bottom of page