Það er svo dásamlegt að sjá hvað er til mikið af þægilegum og sniðugum hugbúnaði í dag. Þróunin sem við sjáum er sú að hugbúnaður er að verða sérhæfðari, tengist betur við aðrar lausnir og fer ávallt meira og meira í skýjalausnir. Þessu fylgja áskoranir sem Tindar-Tæknilausnir taka þátt í af ánægju.
Þessu aukna hugbúnaðarfrelsi fylgir aukin ábyrgð að velja lausnir sem eru öruggar, sveigjanlegar og eigi sér framtíð.
Tindar-Tæknilausnir er ekki hugbúnaðarhús en miðlar hugbúnaði og/eða tengir viðskiptavini við samstarfsaðila.
Micorosoft
Microsoft hefur sennilega aldrei verið með jafn breiða og öfluga fyrirtækja línu og í dag. Öll þekkum við Office og Windows. En flóran er stærri og meiri. Tindar-Tæknilausnir miðla Microsoft hugbúnaði í áskrift, samningum eða hilluvöru. Til dæmis:
​
- Office 365 og Microsoft 365
- Tölvupóstur
- Azure
- Serverar og gagnageymslur
- Öruggislausnir
Leitið til Tinda-Tæknilausna með áskriftarleiðir sem passa þínu fyrirtæki í dag. Sveigjanleikinn er mikill og tækifærin endalaus.
Microsoft Business Central
Það er ótrúlega spennandi heimur að opnast með Microsoft Business Central hýstu í þínu eigin Azure skýi. Sennilega erum við að sjá sveigjanleikann kominn í nýjar hæðir og möguleikana endalausa. Hlutverk Tinda-Tæknilausna er að tengja saman þitt fyrirtæki, samstarfsaðila og lausnir.
Annar hugbúnaður
Tindar-Tæknilausnir miðla ýmsum hugbúnaði eða ekki síður tengja viðskiiptavini sína við réttu sérhæfðu aðilana.
Það er svo gaman þegar viðskiptavinur finnur lausn sem passar og aðkoma Tinda-Tæknilausna var bara agnarsmá leiðsögn og tenging við réttan aðila.